Fótbolti

Vill slá Zlatan utan undir á almannafæri

vísir/getty
Heitur stuðningsmaður franska liðsins PSG á lénið zlatan.fr. Hann hefur boðið Zlatan Ibrahimovic lénið ef leikmaðurinn leysir eina af tólf áskorunum sem hann hefur ákveðið.

Ekki er vitað hver þessi stuðningsmaður er en hann er klárlega ekki á eftir peningum. Hann hefur komið á framfæri tólf þrautum til Svíans. Zlatan má velja hvaða þraut sem er en ef hann leysir eina þá má hann fá lénið.

Þrautirnar eru mjög fjölbreyttar svo ekki sé meira sagt.



  1. Gefðu mér PSG-treyju sem á stendur: "Á eftir Zlatan þá ert þú bestur".
  2. Gistu hjá mér í mánuð. Þá gæti ég sagt allt mitt líf: "Ibra? Já, hann svaf á sófanum hjá mér um tíma."
  3. Gefðu mér þrjá lífstíðarmiða á leiki félagsins. Það þýðir ekki að plata mig með miðum upp í rjáfri.
  4. Reyndu að vinna mig í vítaspyrnukeppni á Parc des Princes. Þá ert þú á heimavelli og hefur enga afsökun ef þú tapar.
  5. Reyndu að vinna mig í taekwondo. Mér skilst að þú sért ekki slæmur í því. Ég hef aldrei æft íþróttina þannig að ég mæli með því að þú veljir þennan möguleika.
  6. Gefðu mér lokk úr hári ínu. Þá get ég gert lyklakippu úr hárinu sem mun gefa mér ofurkrafta.
  7. Reyndu að vinna mig í FIFA13. Þú mátt velja liðin en það er engin leið að þú getir unnið mig.
  8. Reyndi að skora úr hjólhestaspyrnu af 30 metra færi í alvöru leik. Nei, bara grín. Það er ekki hægt.
  9. Leyfðu mér að slá þig utan undir án þess að þú segir orð. Þessi gjörningur þarf að sjálfsögðu að fara fram á almannafæri.
  10. Gefðu kærustunni minni mynd af þér berum að ofan. Ég er ekki mjög hrifinn af þessari áskorun því ég er orðinn þreyttur á að sjá hana ljóma er þú ferð úr að ofan eftir leiki.
  11. Fáðu Neymar til þess að skrifa undir við PSG í sumar.
  12. Biddu mig um lénið frítt. Þá maður á mann og að sjálfsögðu á frönsku.
Flestir myndu líklega vilja sjá Zlatan velja númer níu. Ekki hefur heyrst af viðbrögðum frá Zlatan við þessari óvenjulegu áskorun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×