Enski boltinn

Rosaleg helgi hjá stjóra Mansfield Town

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Cox
Paul Cox Mynd/Nordic Photos/Getty
Þetta er engin venjuleg helgi hjá Paul Cox, fertugum stjóra utandeildarliðsins Mansfield Town. Gifting, afmæli og stórleikur á móti Liverpool var allt á dagskránni hjá honum um þessa helgi.

Paul Cox giftist unnustu sinni Natasha Bertin á föstudaginn en hann lofaði henni að flytja brúðkaupið fram tækist Mansfield Town að slá Lincoln City úr úr bikarnum í síðasta mánuði.

Mansfield Town vann Lincoln City 2-1 í umræddum leik og brúðkaupið var því haldið í fyrrakvöld.

Paul Cox heldur síðan upp á 41. árs afmæli sitt í dag 6. janúar eða á sama degi og lið hans tekur á móti Liverpool í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á Field Mill í Mansfield.

Paul Cox þjálfaði áður Eastwood Town en hann tók við liði Mansfield Town í maí 2011 og gerði síðan nýjan tveggja ára samning í apríl í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×