Enski boltinn

Benitez: Torres og Ba geta spilað saman hjá Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Demba Ba,
Demba Ba, Mynd/Nordic Photos/Getty
Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að það komi alveg til greina að láta þá Demba Ba og Fernando Torres spila saman með Chelsea á þessu tímabili. Demba Ba kom inn fyrir Torres í 5-1 bikarsigri á Southampton í gær og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með félaginu.

„Það er alltaf mikilvægt fyrir framherja að skora mörk en það er það er ekki það eina sem skiptir máli. Hann skilaði miklu til liðsins í þessum leik og náði því alveg hvað við vildum að hann gerði í leiknum. Hann var mjög klókur," sagði Rafael Benitez um Demba Ba.

„Ég vil frekar glíma við það vandamál að þurfa að velja á milli manna en að þurfa að fara mjög varlega með aðeins einn framherja. Þeir eru báðir góðir leikmenn, miklir keppnismenn og kannski getum við spilað þeim saman," sagði Rafael Benitez en það lítur þó út fyrir það að oftast verði það þannig að Torres og Ba skipti á milli sín stöðunni fram á vor.

„Þeir geta samt alveg spilað saman. Ba var að spila með Cisse í síðasta mánuði og hann og Torres ættu að geta spilað saman inn á vellinum því Ba er mjög klár leikmaður. Þetta fer samt mikið eftir því hvaða leikmenn spila síðan með þeim," sagði Rafael Benitez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×