Enski boltinn

Rodgers mun bjóða Carragher nýjan samning

Stefán Árni Pálsson skrifar
Carragher og Gerrard í leik með Liverpool í nóvember.
Carragher og Gerrard í leik með Liverpool í nóvember. Mynd / Getty Images
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, mun ræða við Jamie Carragher um að dvelja áfram hjá félaginu en stjórinn telur að varnarmaðurinn eigi enn nokkur góð tímabil eftir.

Carragher hefur spilað 719 leiki fyrir Liverpool á sínum ferli en hann lék sinn fyrsta leik fyrir klúbbinn árið 1996. Núverandi samningur leikmannsins rennur út eftir tímabilið og hefur leikmaðurinn gefið það í skyn að hann ætli sér að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

„Við ræddum þetta lítillega um jólin en ég mun bjóða honum nýjan samning á næstu vikum," sagði Brendan Rodgers við fjölmiðla ytra.

„Varnarmenn geta spilað leikinn mun lengur og verða oft á tíðum betri með árunum. Carragher er goðsögn hjá félaginu og gefur mikið til liðsins sem karakter."

„Hann er í frábæru standi og hugsar vel um líkamann á sér. Carragher er frábær fyrirmynd fyrir aðra unga leikmenn og ég tel að hann eigi enn nokkur góð tímabil eftir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×