Enski boltinn

Lampard: Vill þakka aðdáendum Chelsea fyrir allt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / Getty Images.
Frank Lampard, leikmaður Chelsea, vildi ólmur þakka aðdáendum Chelsea fyrir stuðninginn í gegnum tíðina eftir bikarleikinn gegn Southampton og vill hann meina að þeir eigi sérstakan stað í hjarta Englendingsins.

Samningur Lampard við Chelsea rennur út eftir tímabilið og er talið fullvíst að hann yfirgefi klúbbinn. Aðdáendur liðsins sungu linnulaust á áhorfendapöllunum „Semjið við hann, semjið við hann" þegar Chelsea vann öruggan sigur á Southampton 5-1 í enska bikarnum um helgina.

„Þeir hafa alltaf staðið þétt við bakið á mér og sérstaklega undanfarnar vikur," sagði Lampard eftir leikinn í gær.

„Svona hafa aðdáendur liðsins komið fram við mig alveg frá byrjun og ég vill nota tækifærið og þakka þeim kærlega fyrir."

„Þessi klúbbur hefur verið ótrúlegur við mig og klúbburinn er ekkert án áhorfendana. Mér líður vel á vellinum þessa stundina og er í góðu formi, er að njóta þessa að spila fótbolta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×