Enski boltinn

Dean Saunders tekur við Wolves

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd. / Getty Images
Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Dean Saunders verið ráðinn nýr knattspyrnustjóri Wolves, en Ståle Solbakken var í gær rekinn frá félaginu eftir að liðið tapaði fyrir Luton og féll úr leik í enska bikarnum.

Saunders hefur stýrt Doncaster í ensku 1. deildinni frá árinu 2011 en á árunum 2008-2011 var hann með lið Wrexham.

Saunders mun taka strax við liðinu en Doncaster og Wolves hafa staðið í viðræðum í allan dag. Björn Bergmann Sigurðarson og Eggert Gunnþór Jónsson leika með Wolves og eru þeir því komnir með nýjan stjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×