Enski boltinn

Webb dæmir leik Man. Utd og Liverpool

Webb dæmdi úrslitaleikinn á síðasta HM.
Webb dæmdi úrslitaleikinn á síðasta HM.
Það liggur nú fyrir að besti dómari Englands, Howard Webb, mun dæma stórleik næstu helgar í enska boltanum á milli Man. Utd og Liverpool.

Það er oft gantast með að Webb dragi taum United og hafa verið gerðir ótal brandarar þess efnis.

Það truflar ekki dómaranefn enska sambandsins sem setur sinn besta mann á stóra leikinn.

Leikurinn fer fram klukkan 13.30 á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×