Fótbolti

Wambach kjörin knattspyrnukona ársins

Bandaríska knattspyrnukonan Abby Wambach var valin knattspyrnukona ársins árið 2012 á hófi FIFA í kvöld.

Wambach hefur átt frábæran feril með hinu ótrúlega bandaríska landsliði. Hún var kjörin fram yfir hina brasilísku Mörtu og félaga sinn Alex Smith.

Wambach átti ekki von á að vinna og var ekki klár með ræðu en hélt samt ágæta ræðu.

Landsliðsþjálfarar, landsliðsfyrirliðar og sérstök dómnefnd er með atkvæðisrétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×