Fótbolti

Ungverjar og Búlgarar þurfa að spila fyrir luktum dyrum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Patrick Mtiliga, leikmaður danska landsliðsins.
Patrick Mtiliga, leikmaður danska landsliðsins. Nordic Photos / Getty Images
Landslið Ungverjalands og Búlgaríu þurfa að spila næstu leiki sína í undankeppni HM 2014 fyrir luktum dyrum. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, ákvað það sem refsingu fyrir kynþáttaníð stuðningsmanna liðanna.

FIFA sagði að stuðningsmenn Ungverja hefðu verið með gyðingahatur á vináttulandsleik gegn Ísrael í ágúst síðastliðnum. Stuðningsmenn Búlgaríu var gefið að sök að hafa verið með kynþáttaníð í garð Patrick Mtiliga, leikmann danska landsliðsins, í leik liðanna í október.

Er þetta í fyrsta sinn sem FIFA grípur til slíkra aðgerða vegna kynþáttafordóma áhorfenda. Þess má geta að í síðustu viku gekk Kevin Prince-Boateng, leikmaður AC Milan, af velli í æfingaleik vegna framkomu áhorfenda.

Sepp Blatter, forseti FIFA, lofaði afstöðu Prince-Boateng, fyrr í vikunni en sagði það samt enga lausn að labba af velli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×