Fótbolti

Forráðamenn Cercle staðfesta viðræður við Club

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Líkurnar á því að Eiður Smári Guðjohnsen muni ganga til liðs við Club Brugge frá grannliðinu Cercle Brugge hafa stóraukist í dag.

Talsmaður Cercle hefur staðfest að félagið sé reiðubúið að ræða við Club um kaup síðarnefnda félagsins á Eiði Smára. Engu að síður sögðu belgískir fjölmiðlar frá því í morgun að félagið hafi hafnað 50 milljóna króna tilboði frá Club.

Eiður Smári getur farið frítt til félaga utan Belgíu í lok mánaðarins, kjósi hann að gera svo, en belgísk félög verða að greiða fyrir hann.

Arnar Grétarsson er yfirmaður knattspyrnumála hjá Club og fékk Eið Smára til AEK Aþenu á sínum tíma.

Cercle Brugge er í neðsta sæti belgísku úrvalsdeildarinnar og í fjárhagskröggum þar að auki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×