Erlent

Hákarlar nálgast fólk aftanfrá

Brjánn Jónasson skrifar
Hákarlar virðast geta áttað sig á því hvernig fólk snýr jafnvel þó það sé grafkyrrt.
Hákarlar virðast geta áttað sig á því hvernig fólk snýr jafnvel þó það sé grafkyrrt. Fréttablaðið/EPA
Rannsókn á hegðun hákarla í kringum menn sýnir að þeir kjósa helst að nálgast manneskjur aftanfrá, og virðast í það minnsta sumir hákarlar átta sig á því hvernig fólk snýr þó það sé grafkyrrt á hafsbotni, samkvæmt umfjöllun á vefnum Live Science.

Kafarar og hákarlasérfræðingar hafa veitt þessari hegðun athygli, en hún hefur ekki verið rannsökuð áður.

Í rannsókninni krupu sjálfboðaliðar á hafsbotni hreyfingarlausir klukkustundum saman. Um 80 prósent þeirra hákarla sem nálguðust sjálfboðaliðana syntu aftan að þeim.

„Þetta þýðir ekki að þeir vilji laumast upp að fólki til að meiða það, heldur að þeir séu að svala forvitni sinni en án þess að leggja sig í hættu,“ segir Erich Ritter, vísindamaður við hákarlarannsóknarstöð í Flórída í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×