Erlent

25 ár frá slysinu í Lockerbie

Jón Júlíus Karlsson skrifar
25 ár er liðin frá því að farþegaþota var sprengd í loft upp yfir bænum Lockerbie.
25 ár er liðin frá því að farþegaþota var sprengd í loft upp yfir bænum Lockerbie.
25 ár er liðin frá því að farþegaþota var sprengd í loft upp yfir bænum Lockerbie í Skotlandi með þeim afleiðingum að 270 létust. 

243 farþegar, flestir Bandaríkjamenn, voru um borð og 16 manna áhöfn sem lést í sprengingunni. 11 á jörðu niðri í bænum Lockerbie týndu einnig lífi er flugvélin hrapaði niður yfir bænum. Slyssins er minnst í dag.

Sprengju var komið fyrir í flugvélinni og sprakk flugvélin í loft upp. Maður frá Libýu var dæmdur árið 2001 fyrir að hafa komið fyrir sprengju í vélinni.

Hann lést úr krabbameini á síðasta ári. Ekki tókst að sanna með óyggjandi hætti að stjórnvöld í Líbýu hefðu verið ábyrg fyrir sprengjutilræðinu eins og grunur lék á um.

Lockerbie-slysið er enn í dag skæðasta hryðjuverkaárás sem framin hefur verið í Bretlandi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×