Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Kasakstan 10. september í undankeppni EM 2015 á Kópavogsvelli.
Hópurinn er sá sami og valinn var fyrir leikinn 14. ágúst gegn Hvít Rússum þar sem Ísland vann 4-1 sigur. Íslenska liðið er með fullt hús eftir þrjá leiki og er í efsta sæti riðilsins.
Kasakar eru með 3 stig eftir tvo leiki, lögðu Hvít Rússa á útivelli en töpuðu gegn Armenum á heimavelli. Þeir munu koma hingað frá Frakklandi en þeir mæta heimamönnum 5. september.
Síðar sama dag mætir A-landsliðið Albaníu á Laugardalsvelli í undankeppni HM.
Markverðir
Rúrik Alex Rúnarsson, KR
Frederik August Albrecht Schram, OB
Aðrir leikmenn
Hörður Björgvin Magnússon, Spezia
Jón Daði Böðvarsson, Viking
Guðmundur Þórarinsson, Sarpsborg
Arnór Ingvi Traustason, Keflavík
Emil Atlason, KR
Andri Rafn Yeoman, Breiðablik
Brynjar Gauti Guðjónsson, ÍBV
Hólmbert Aron Friðjónsson, Fram
Hjörtur Hermannsson, PSV
Kristján Gauti Emilsson, FH
Sverrir Ingi Ingason, Breiðablik
Orri Sigurður Ómarsson, AGF
Emil Pálsson, FH
Gunnar Þorsteinsson, ÍBV
Brynjar Ásgeir Guðmundsson, FH
Tómas Óli Garðarsson, Breiðablik
