Erlent

Landtökumönnum spáð sjötta hverju sæti

Naftali Bennet Leiðtogi strangtrúarflokksins Heimili gyðinga hafnar algerlega hugmyndum um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna.nordicphotos/AFP
Naftali Bennet Leiðtogi strangtrúarflokksins Heimili gyðinga hafnar algerlega hugmyndum um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna.nordicphotos/AFP
Benjamín Netanjahú og bandalagi hægri flokka undir hans forystu er spáð naumum meirihluta í þingkosningum í dag.

Enn harðsnúnari flokkar strangtrúaðra gyðinga sækja þó hart á Netanjahú. Þar fer fremstur í flokki Naftali Bennet, leiðtogi flokks sem heitir Heimili gyðinga. Hann hafnar algerlega öllum hugmyndum um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna.

Samkvæmt skoðanakönnunum virðist sem sjötti hver þingmaður á nýja þinginu verði landtökumaður á Vesturbakkanum.

Sjálfur er Netanjahú harðlínumaður gagnvart Palestínu og hefur til þessa treyst á litla flokka harðsnúinna strangtrúargyðinga til að styrkja þingmeirihluta sinn.

Töluverðar vangaveltur hafa þó verið í ísraelskum fjölmiðlum undanfarið um að hann ætli sér frekar að leita til miðjuflokka fyrir næstu stjórnarmyndun.

Flokkar strangtrúaðra hafa verið með 15 til 20 sæti á 120 manna þjóðþingi Ísraels en haft miklu meiri áhrif en þingstyrkur þeirra segir til um vegna hótana um að slíta stjórnarsamstarfi.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×