Erlent

Sláandi myndir af rafgeymi Dreamliner þotunnar sem nauðlenti

Geymirinn til hægri er eins og þeir líta út dags daglega. Sá til vinstri er úr þotunni sem nauðlenti.
Geymirinn til hægri er eins og þeir líta út dags daglega. Sá til vinstri er úr þotunni sem nauðlenti.
Flugmálastjórn Japans hefur sett myndir á netið af því hvernig rafgeymir Dreamliner þotunnar leit út eftir að henni var nauðlent á Takamitshu flugvellinum í Japan í síðustu viku. Til samanburðar er svo mynd af því hvernig sá rafgeymir lítur út þegar allt er með felldu.

Munurinn er vægast sagt sláandi. Rafgeymir í Dreamliner þotu er ekki ýkja frábrugðinn venjulegum rafgeymi í bílum hvað útlitið varðar. Sá sem var í Dreamliner þotunni sem nauðlenti leit út eins og innvolsinu í honum hefði verið breytt í svarta drullu eða steypu.

Sérfræðingar hjá öryggiseftirliti Bandaríkjanna hafa komist af því að rafgeymarnir sjálfir eru ekki vandamálið. Einhver utanaðkomandi rafspenna augljóslega eyðilagði rafgeyminn og olli því að reyk lagði út úr rafeindaklefa þotunnar.

Sem stendur er verið að rannsaka hleðslutæki rafgeymisins en þeir hlaða sig á flugi líkt og bíll hleður sig á ferð.

Fram hefur komið í japönskum fjölmiðlum að ef flugmenn Dreamliner þotunnar, sem er í eigu All Nippon, hefðu ekki nauðlent þotunni um leið og þeir fundu reykjarlyktina hefði þessi flugferð getað endað mjög illa fyrir þá sem og alla aðra um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×