Fótbolti

Messi valinn bestur fjórða árið í röð

Argentínumaðurinn ótrúlegi Lionel Messi var valinn besti knattspyrnumaður heims á hófi alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, í kvöld.

Þetta er í fjórða skiptið í röð sem Messi er valinn bestur. Það er nýtt met enda hefur enginn unnið þessi eftirsóttu verðlaun fjögur ár í röð. Árið var ótrúlegt hjá Messi en hann setti heimsmet með því að skora 91 mark. Hann hlaut yfir 40 prósent atkvæða. Ronaldo varð annar með 23 prósent.

"Þetta er ótrúlegt. Ég er eiginlega orðlaus. Ég verð að hrósa mínum ótrúlegu félögum hjá Barcelona. Það er heiður að spila með þeim," sagði Messi en hann var augljóslega hrærður.

Margir spáðu því að Cristiano Ronaldo myndi vinna í ár. Af því varð ekki. Hann var augljóslega svekktur er tilkynnt var um sigurvegarann.

Landsliðsþjálfarar, landsliðsfyrirliðar og sérstök dómnefnd er með atkvæðisrétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×