Fótbolti

Ekkert pláss fyrir Ronaldo hjá Messi og Lagerbäck

Ronaldo á ekki upp á pallborðið hjá Messi og íslenska landsliðsþjálfaranum.
Ronaldo á ekki upp á pallborðið hjá Messi og íslenska landsliðsþjálfaranum.
Landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar koma að kjörinu á knattspyrnumanni ársins. Er oft gaman að rýna í hvað þeir velja.

Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari setti Lionel Messi í efsta sætið, Xabi Alonso í annað og Zlatan Ibrahimovic í það þriðja. Athygli vekur að ekkert pláss er fyrir Cristiano Ronaldo á lista Svíans.

Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði setti Ronaldo aftur á móti í fyrsta sætið hjá sér. Messi varð annar hjá Aroni og Zlatan fékk þriðja sætið.

Víðir Sigurðsson íþróttafréttamaður er einnig með atkvæðisrétt í kjörinu og hann valdi Messi bestan. Ronaldo var annar hjá honum og Andres Iniesta þriðji.

Lionel Messi kaus líka og var ekkert pláss fyrir Ronaldo á hans lista. Messi kaus Iniesta, Xavi og Sergio Aguero. Þjálfari Argentínu gaf Ronaldo ekki heldur atkvæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×