Fótbolti

Guardiola: Ég mun þjálfa á næsta tímabili

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guardiola ræðir við blaðamenn í dag.
Guardiola ræðir við blaðamenn í dag. Nordic Photos / Getty Images
Pep Guardiola, fyrrum stjóri Barcelona, hefur staðfest að hann ætli að snúa sér aftur að þjálfun á næsta keppnistímabili.

Guardiola hefur verið í fríi síðan hann hætti hjá Börsungum í vor og hefur haldið til í Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni.

„Ég vil gjarnan komast aftur í þjálfun. Ég er ekki kominn með lið en ég vil byrja aftur að vinna," sagði hann í dag.

Guardiola vill ekki tjá sig um ákveðin félög af virðingu við þá þjálfara sem eru þar að störfum. En hann hefur verið orðaður við fjöldamörg lið síðustu mánuði, svo sem bæði Manchester-liðin, Chelsea og Bayern München.

Hann fylgist þó vel með sínu gamla liði. „Ég horfi á Barcelona í sjónvarpinu og það er frábært að horfa á liðið spila. Ég var heppinn að fá að starfa með þessu frábæra liði í nokkur ár og ég er stoltur af því að liðið er að spila jafn vel eða betur í dag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×