Fótbolti

Del Bosque og Sundhage þjálfarar ársins

Vicente del Bosque.
Vicente del Bosque.
Þau Pia Sundhage og Vicente del Bosque voru valin þjálfarar ársins árið 2012 á verðalaunahátið alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, í kvöld.

Del Bosque hefur náð ótrúlegum árangri sem þjálfari spænska landsliðsins. Hann sló þeim Pep Guardiola og Jose Mourinho við í kjörinu.

Sundhage var þjálfari bandaríska landsliðsins á árinu en hefur nú látið af því starfi. Sundhage fór á kostum í þakkarræðu sinni þar sem hún tók lagið og leysti það vel af hendi.

Landsliðsþjálfarar, landsliðsfyrirliðar og sérstök dómnefnd er með atkvæðisrétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×