Erlent

Fagna afmæli sögulegra sátta

Frakklandsforseti lítur upp á eitthvað sem Þýskalandskanslari bendir á.nordicphotos/AFP
Frakklandsforseti lítur upp á eitthvað sem Þýskalandskanslari bendir á.nordicphotos/AFP
„Best geymda leyndarmál okkar er að á milli okkar er góður andi," sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari þegar fréttamenn spurðu út í samskipti hennar við François Hollande Frakklandsforseta. „Það erfiða er að sannfæra ykkur," bætti hún við.

Þau Hollande og Merkel hittust í Berlín í gær til að minnast þess að hálf öld er liðin frá því Frakkar og Þjóðverjar gerðu með sér samning um friðsamleg samskipti eftir langvarandi fjandskap, deilur og styrjaldir.

Í skuldakreppu evruríkjanna á síðustu misserum hafa samskipti ríkjanna versnað nokkuð, en bæði Merkel og Hollande lögðu áherslu á ábyrgð ríkjanna tveggja andspænis þeim vanda: „Við verðum að efla trú Evrópuríkja á framtíð sína," sagði Hollande.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×