Erlent

Attenborough: Mannkyn er plága á jörðinni

Mannkyn er plága á jörðinni og nauðsynlegt er að stemma stigum við fjölgun þess. Þetta sagði breski náttúrufræðingurinn David Attenborough í samtali við breska fjölmiðla í gær.

Hann sagði svarta tíma vera framundan fyrir mannkyn og að stigvaxandi fólksfjölgun ásamt aðgerðarleysi stjórnvalda frammi fyrir loftslagsbreytingum myndi á endanum leiða til útrýmingar mannfólksins.

Attenborough ítrekaði þó að enn væri von, og að forsenda hennar sé að draga úr fólksfjölguninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×