Erlent

Ræktuðu nýrnavef á tilraunastofu

MYND/AFP
Vísindamenn í Japan tilkynntu í dag að þeim hefði tekist að rækta nýrnavef úr stofnfrumum. Er þetta í fyrsta sinn sem slík tilraun ber árangur. Hún markar að mörgu leyti tímamót í vísindasögunni og gæti umbylt lífi þeirra sem reiða sig á himnuskiljun.

Það getur reynst erfitt að græða skemmd nýru enda er uppbygging þeirra afar flókin. Með þessari uppgötvun hafa vísindamennirnir nú þróað nýrnavef sem græðir sjálfan sig en einnig er hægt að forrita vefinn til ákveðinna verka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×