Erlent

Karlmenn prófa að "fæða barn“

Tveir hollenskir karlmenn fetuðu nýjar slóðir í þarlendum sjónvarpsþætti á dögunum. Þá fengu þeir að kynnast sársauka sem fylgir hríðum rétt fyrir fæðingu barns.

Þeir Dennis Storm and Valerio Zeno, sem halda úti sjónvarpsþætti í anda bandarísku Jackass-þáttanna eða Sjötíu mínútna, leggjast í rúm. Við þá er tengdur rafeindarbúnaður og straumurinn aukinn í tvær og hálfa klukkustund.

Þátturinn er á hollensku en með því að smella á CC hnappinn neðst á skjánum má sjá enskan texta. Tvíeykið öskrar af völdum sársaukans og má sjá tár falla.

Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×