Mikið hneyksli skekur nú íþróttaheiminn í Ástralíu en ný rannsókn þarlendis sýnir að notkun ólöglegra lyfja er útbreidd innan nær allra íþróttagreina sem stundaðar eru í landinu.
Rannsókn þessi hefur staðið yfir í eitt ár á vegum sérstaks glæparáðs Ástralíu. Í ljós kom að vísindamenn, þjálfarar og aðstoðarmenn þeirra útveguðu íþróttamönnum ólögleg lyf í miklum mæli. Í sumum tilvikum komu lyf þessi frá skipulögðum glæpasamtökum.
Innanríkisráðherra Ástralíu segir að niðurstöður rannsóknarinnar séu mikið áfall og muni vekja viðbjóð hjá áströlsku þjóðinni.
Dóphneyksli skekur íþróttaheim Ástralíu
