Stuðningsmenn Herthu frá Berlín geta fagnað í dag því liðið mun endurnýja kynni sín við Bundesliguna á næstu leiktíð.
Hertha vann 1-0 útisigur á SV Sandhausen í dag og fyrir vikið hefur liðið fjórtán stiga forskot á Kaiserslautern þegar fjórir leikir eru eftir.
Tvö efstu liðin fara sjálfkrafa upp og Herthu menn geta því farið að undirbúa sig fyrir lífið á meðal þeirra bestu.
Eyjólfur Sverrisson lék með Herthu Berlín á árunum 1995-2003.
Hertha Berlín í efstu deild á ný
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti



Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti