Frakkar fá stuðning í aðgerðum í Malí 15. janúar 2013 07:00 Stjórnarhermenn frá Malí stöðvuðu bíla á eftirlitsstöð sem komið hefur verið upp á vegi sem leiðir til Diabaly, sem íslamistar tóku yfir í gær. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í gærkvöldi um stöðu mála í Afríkuríkinu Malí, þar sem átök hafa farið harðnandi. Herskáir íslamistar lögðu í gær undir sig bæinn Diabaly, 400 kílómetrum frá höfuðborginni Bamako, á meðan franskar hersveitir vörpuðu sprengjum á hernaðarlega mikilvæg skotmörk. Fregnir herma að yfir 100 íslamistar hafi látið lífið í átökum undanfarinna daga. Að auki hafa minnst ellefu malískir stjórnarhermenn og franskur þyrluflugmaður látist. Bærinn sem íslamistarnir náðu á sitt vald í gær er í miðju landinu, á svæði sem stjórnvöld stjórna. Jean-Yves Le Drian, varnarmálaráðherra Frakka, sagði harða bardaga hafa átt sér stað milli malíska stjórnarhersins og íslamistanna frá því á sunnudagskvöld. Á sunnudag gerðu Frakkar loftárásir á bækistöðvar uppreisnarmannanna í nágrenni Diabaly, en í bænum eru einnig mikilvægar bækistöðvar malíska stjórnarhersins. Íbúi sagði breska ríkissjónvarpinu, BBC, að átökin hefðu staðið yfir í tíu klukkustundir. Þá voru gerðar loftárásir á skotmörk í bænum Douentza og herma fregnir að þær hafi margar hitt höfuðstöðvar íslamista. Þeir hafi hins vegar verið á bak og burt þegar árásirnar hófust. Frakkar hófu hernaðaríhlutun í landinu á föstudaginn til þess að reyna að stöðva framgang íslamista, sem sölsuðu norðurhluta Malí undir sig fyrir tæpu ári og hafa verið að færa sig sunnar. Um helgina voru loftárásirnar hertar til muna. Utanríkisráðherra Frakklands, Laurent Fabius, segir að íhlutunin muni vara í nokkrar vikur og hafnaði öllum samanburði við aðgerðir bandamanna í Afganistan. „Seinna getum við komið inn til stuðnings, en við höfum engar fyrirætlanir um að vera að eilífu,“ sagði hann. 550 franskir hermenn voru sendir til höfuðborgarinnar Bamako og til bæjarins Mopti. Til stendur að hermenn frá nágrannaríkjum Malí; Níger, Búrkína Fasó, Nígeríu og Tógó, komi til liðs við þá á næstu dögum. Þá hafa Bretar sent nokkrar flutningavélar og Bandaríkjamenn senda sjálfstýrðar eldflaugar auk þess sem bæði ríki styðja með öðrum hætti við aðgerðir Frakka. Þá samþykktu Danir að aðstoða við aðgerðirnar í gærkvöldi. Þeir munu senda herflugvél og gögn til Frakka. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í gærkvöldi um stöðu mála í Afríkuríkinu Malí, þar sem átök hafa farið harðnandi. Herskáir íslamistar lögðu í gær undir sig bæinn Diabaly, 400 kílómetrum frá höfuðborginni Bamako, á meðan franskar hersveitir vörpuðu sprengjum á hernaðarlega mikilvæg skotmörk. Fregnir herma að yfir 100 íslamistar hafi látið lífið í átökum undanfarinna daga. Að auki hafa minnst ellefu malískir stjórnarhermenn og franskur þyrluflugmaður látist. Bærinn sem íslamistarnir náðu á sitt vald í gær er í miðju landinu, á svæði sem stjórnvöld stjórna. Jean-Yves Le Drian, varnarmálaráðherra Frakka, sagði harða bardaga hafa átt sér stað milli malíska stjórnarhersins og íslamistanna frá því á sunnudagskvöld. Á sunnudag gerðu Frakkar loftárásir á bækistöðvar uppreisnarmannanna í nágrenni Diabaly, en í bænum eru einnig mikilvægar bækistöðvar malíska stjórnarhersins. Íbúi sagði breska ríkissjónvarpinu, BBC, að átökin hefðu staðið yfir í tíu klukkustundir. Þá voru gerðar loftárásir á skotmörk í bænum Douentza og herma fregnir að þær hafi margar hitt höfuðstöðvar íslamista. Þeir hafi hins vegar verið á bak og burt þegar árásirnar hófust. Frakkar hófu hernaðaríhlutun í landinu á föstudaginn til þess að reyna að stöðva framgang íslamista, sem sölsuðu norðurhluta Malí undir sig fyrir tæpu ári og hafa verið að færa sig sunnar. Um helgina voru loftárásirnar hertar til muna. Utanríkisráðherra Frakklands, Laurent Fabius, segir að íhlutunin muni vara í nokkrar vikur og hafnaði öllum samanburði við aðgerðir bandamanna í Afganistan. „Seinna getum við komið inn til stuðnings, en við höfum engar fyrirætlanir um að vera að eilífu,“ sagði hann. 550 franskir hermenn voru sendir til höfuðborgarinnar Bamako og til bæjarins Mopti. Til stendur að hermenn frá nágrannaríkjum Malí; Níger, Búrkína Fasó, Nígeríu og Tógó, komi til liðs við þá á næstu dögum. Þá hafa Bretar sent nokkrar flutningavélar og Bandaríkjamenn senda sjálfstýrðar eldflaugar auk þess sem bæði ríki styðja með öðrum hætti við aðgerðir Frakka. Þá samþykktu Danir að aðstoða við aðgerðirnar í gærkvöldi. Þeir munu senda herflugvél og gögn til Frakka. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira