Jón Guðni Fjóluson var í byrjunarliði Sundsvall í fyrsta sinn síðan 23. maí þegar Sundsvall-liðið vann 1-0 útisigur á Ljungskile í sænsku b-deildinni í fótbolta í kvöld.
Jón Guðni lék í miðri vörn Sundsvall sem hélt hreinu í fyrsta sinn síðan 12. ágúst. Sundsvall var auk þess búið að leika þrjá leiki í röð án þess að vinna og hafði fyrir vikið dottið niður í þriðja sæti deildarinnar.
Jón Guðni spilaði allan leikinn en Rúnar Már Sigurjónsson kom inn á 85. mínútu fyrir Pa Amat Dibba sem skoraði einmitt eina mark leiksins á 41. mínútu.
Jón Guðni var búinn að sitja þolinmóður á bekknum í síðustu þrettán deildarleikjum Sundsvall en nýtti tækifærið vel þegar það gafst í dag.
Jón Guðni fékk langþráð tækifæri í sigri Sundsvall
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



