Erlent

Sögulegar þingkosningar í Ástralíu

Tony Abbot
Tony Abbot
Allt stefnir í sögulegar þingkosningar í Ástralíu, þar sem útgönguspár benda til þess að Bandalag frjálslyndra og vinstrimanna vinni stórsigur og oddviti þess, Tony Abbott, velti Kevin Rudd forsætisráðherra og leiðtoga Verkamannaflokksins úr sessi.

150 manns eiga sæti á þinginu í Canberra og benda spár til þess að Bandalagið fái allt að 97 þeirra, sem myndi þýða að Verkamannaflokkurinn tapaði 32 sætum.

Aðdragandi kosninganna hefur verið dramatískur enda örstutt síðan Rudd tók við leiðtogasæti Verkamannaflokksins og forsætisráðherrastólnum af Juliu Gillard.

Hann hefur verið sakaður um vingulshátt í baráttunni og hlotið mikla gagnrýni fyrir að skipta um skoðun í mörgum mikilvægum málum.

14,7 milljónir manna eru á kjörskrá í Ástralíu og er þeim skylt samkvæmt lögum að nýta kosningarétt sinn. Þeim stendur margt til boða því framboð fyrir kosningarnar voru um 50 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×