Erlent

Navalny laus úr haldi

Jakob Bjarnar skrifar
Stuðningsmenn Navalnys velkjast ekki í vafa um að mál á hendur honum megi kenna við pólitískar ofsóknir.
Stuðningsmenn Navalnys velkjast ekki í vafa um að mál á hendur honum megi kenna við pólitískar ofsóknir.
Alexei Navalny hefur verið látinn laus úr haldi tímabundið, meðan ákveðið verður frekar um hvernig áfrýjun á málum hans verður háttað.

Navalny, sem er leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, í gær fundinn sekur um fjárdrátt í tengslum við timbursölu og dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Stuðningsmenn hans mótmæltu á götum helstu borga Rússlands og í Moskvu-borg voru 200 manns handteknir.

Navalny hefur verið sá sem helst er talinn geta velgt Putin Rússlandsforseta undir uggum í kosningum sem verða að fimm árum liðnum. Dómurinn dæmir hann úr leik hvað þær kosningar varðar en stuðningsmenn Navalnys velkjast ekki í vafa um að mál á hendur honum megi kenna við pólitískar ofsóknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×