Innlent

Sophia Hansen hittir dóttur sína á Íslandi

Jakob Bjarnar skrifar
Rúna og Dagbjört skömmu eftir að Halim Al fór með þær til Tyrklands.
Rúna og Dagbjört skömmu eftir að Halim Al fór með þær til Tyrklands.

Rúna Aysegul, yngri dóttir Sophiu Hansen, heimsótti móður sína og fjölskyldu ásamt eiginmanni og tveimur sonum á dögunum. Fréttatíminn greinir frá þessu í morgun. Rúna mun hafa grátið af gleði við komuna en hún og synirnir fengu íslenskt vegabréf. Vonir standa til að eldri dóttirin Dagbjört komi fljótlega í heimsókn til Íslands ásamt með sonum sínum tveimur.

Sophia Hansen hitti dóttur sína á Íslandi.

Þann 15. júlí 1990 fór Halim Al, fyrrverandi eiginmaður Sophiu, með dætur þeirra tveggja í frí til Tyrklands með Rúnu og Dagbjörtu þá sjö og níu ára. Hann snéri ekki aftur né dæturnar en þjóðin fylgdist með forræðismáli sem Sophia rak á hendur Halim í Tyrklandi en þar hafði hún ekki erindi sem erfiði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×