Hugsaði fyrst um fólkið og síðan fjölskylduna Boði Logason skrifar 26. febrúar 2013 16:41 Leiðsögumaður sem sat fastur uppi á þaki jeppabifreiðar, ásamt fjórum ferðamönnum, í tvo klukkutíma í straumharðri á í Landmannalaugum í gærkvöldi, segist hafa hugsað fyrst um fólkið og síðan fjölskylduna sína. Litlu munaði að þyrla Landhelgisgæslunnar kæmist ekki að fólkinu vegna slæms skyggnis Eins og sést á þessum myndum var mikill straumur í ánni og engin leið fyrir fólkið að komast í land án hjálpar frá þyrlunni. Bíllinn sökk meira og meira með hverri mínútunni og tíminn því knappur. Um tíma var tvísýnt hvort að þyrlan kæmist á vettvang vegna veðurskilyrða. „Á tímabili var þetta á jarðinum að ná að komast alla leið en svo gekk þetta nú bara þokkalega," segir Björn B. Björnsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Ragnar Páll Jónsson, leiðsögumaður hjá íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu Extreme Iceland, segist hafa verið búinn að taka þá ákvörðun að fara ekki yfir ánna - enda hafi hún verið mjög vatnsmikil og straumhörð. „Svo er ég að fara snúa við, í staðinn fyrir að setja bílinn í bakkgír þá keyri ég áfram, á einhverja tvo til þrjá metra eftir heim að ánni, þegar bakkinn gefur sig og ég pompa niður." Á nokkrum sekúndum fylltist bíllinn af vatni og vélin drap á sér í kjölfarið. Þá hringdi hann í Neyðarlínuna og kom öllum upp á þak, einum í einu. Þar beið fólkið í um tvo klukkutíma áður en þyrlan aðstoðaði það að komast upp á árbakkann. Var þér létt að sjá þyrluna koma? „Að sjálfsögðu, það var ekkert mikið eftir þar til bíllinn færi alveg í kaf. Það voru svona 10 cm frá toppi í vatnsborðið á hægri hliðinni - framrúðan var líka komin á bólakaf." Ferðamennirnir, tvenn hjón frá Bretlandi, héldu ró sinni allan tímann, að sögn Ragnars. En hvað fer í gegnum hugann á manni í svona aðstæðum? „Að halda fólkinu rólegu og vera sjálfur rólegur. Það er númer 1,2 og 3 - síðan kemur fjölskyldan á eftir. Ég söng líka fyrir fólkið og lét það syngja með mér." Þyrla landhelgisgæslunnar flaug með fólkið á Landspítalann í Fossvogi en þaðan var það var útskrifað seint í gærkvöldi og héldu Bretarnir heim á leið í morgun. Ef þú hugsar til baka, þetta hefði nú getað farið verr þyrlunni hefði seinkað um 20 til 30 mínútur. Er það óþægileg tilfinning? „Jú svolítið, maður veit ekki alveg hvað maður hefði gert og hvað hefði þá verið hægt að gera." Lögreglan á Hvolsvelli sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag, að málið væri í rannsókn hjá lögreglu. Rannsókn ætti að vera lokið fyrir vikulok. Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjálfheldu - lögreglan rannsakar málið Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar íslenskt ferðafyrirtæki fór með fjóra ferðamenn upp að Landmannalaugum, þar sem bíll ferðafyrirtæksisins festist með þeim afleiðingum að fimm voru í sjálfheldu. 26. febrúar 2013 15:45 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Leiðsögumaður sem sat fastur uppi á þaki jeppabifreiðar, ásamt fjórum ferðamönnum, í tvo klukkutíma í straumharðri á í Landmannalaugum í gærkvöldi, segist hafa hugsað fyrst um fólkið og síðan fjölskylduna sína. Litlu munaði að þyrla Landhelgisgæslunnar kæmist ekki að fólkinu vegna slæms skyggnis Eins og sést á þessum myndum var mikill straumur í ánni og engin leið fyrir fólkið að komast í land án hjálpar frá þyrlunni. Bíllinn sökk meira og meira með hverri mínútunni og tíminn því knappur. Um tíma var tvísýnt hvort að þyrlan kæmist á vettvang vegna veðurskilyrða. „Á tímabili var þetta á jarðinum að ná að komast alla leið en svo gekk þetta nú bara þokkalega," segir Björn B. Björnsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Ragnar Páll Jónsson, leiðsögumaður hjá íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu Extreme Iceland, segist hafa verið búinn að taka þá ákvörðun að fara ekki yfir ánna - enda hafi hún verið mjög vatnsmikil og straumhörð. „Svo er ég að fara snúa við, í staðinn fyrir að setja bílinn í bakkgír þá keyri ég áfram, á einhverja tvo til þrjá metra eftir heim að ánni, þegar bakkinn gefur sig og ég pompa niður." Á nokkrum sekúndum fylltist bíllinn af vatni og vélin drap á sér í kjölfarið. Þá hringdi hann í Neyðarlínuna og kom öllum upp á þak, einum í einu. Þar beið fólkið í um tvo klukkutíma áður en þyrlan aðstoðaði það að komast upp á árbakkann. Var þér létt að sjá þyrluna koma? „Að sjálfsögðu, það var ekkert mikið eftir þar til bíllinn færi alveg í kaf. Það voru svona 10 cm frá toppi í vatnsborðið á hægri hliðinni - framrúðan var líka komin á bólakaf." Ferðamennirnir, tvenn hjón frá Bretlandi, héldu ró sinni allan tímann, að sögn Ragnars. En hvað fer í gegnum hugann á manni í svona aðstæðum? „Að halda fólkinu rólegu og vera sjálfur rólegur. Það er númer 1,2 og 3 - síðan kemur fjölskyldan á eftir. Ég söng líka fyrir fólkið og lét það syngja með mér." Þyrla landhelgisgæslunnar flaug með fólkið á Landspítalann í Fossvogi en þaðan var það var útskrifað seint í gærkvöldi og héldu Bretarnir heim á leið í morgun. Ef þú hugsar til baka, þetta hefði nú getað farið verr þyrlunni hefði seinkað um 20 til 30 mínútur. Er það óþægileg tilfinning? „Jú svolítið, maður veit ekki alveg hvað maður hefði gert og hvað hefði þá verið hægt að gera." Lögreglan á Hvolsvelli sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag, að málið væri í rannsókn hjá lögreglu. Rannsókn ætti að vera lokið fyrir vikulok.
Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjálfheldu - lögreglan rannsakar málið Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar íslenskt ferðafyrirtæki fór með fjóra ferðamenn upp að Landmannalaugum, þar sem bíll ferðafyrirtæksisins festist með þeim afleiðingum að fimm voru í sjálfheldu. 26. febrúar 2013 15:45 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Fimm bjargað úr sjálfheldu - lögreglan rannsakar málið Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar íslenskt ferðafyrirtæki fór með fjóra ferðamenn upp að Landmannalaugum, þar sem bíll ferðafyrirtæksisins festist með þeim afleiðingum að fimm voru í sjálfheldu. 26. febrúar 2013 15:45