Hanna Birna til fundar við Vestfirðinga um vegamál Kristján Már Unnarsson skrifar 17. júní 2013 21:14 Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefur fallist á að funda með Vestfirðingum um hvort Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg, og að snúið verði við synjun Ögmundar Jónassonar. Þá hafa íbúasamtök og fyrirtæki á sunnanverðum Vestfjörðum sent ríkisstjórninni ákall um betri vegi. Skilaboð Vestfirðinga á frægum fundi á Patreksfirði fyrir tveimur árum til Ögmundar Jónassonar, þáverandi ráðherra vegamála, voru skýr. Þeir strunsuðu út af fundinum og börðu búsáhöld til að mótmæla því að ekki mætti leggja láglendisveg um Teigsskóg. En nú er kominn nýr innanríkisráðherra yfir vegamálin, Hanna Birna Kristjánsdóttir. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðar, segir að Hanna Birna hafi þegið fundarboð Fjórðungssambands Vestfirðinga á Patreksfjörð 21. júní. „Við bara hlökkum til að fá hana og setja hana inn í þessi mál og treystum því að hún vinni með okkur góð verk," segir Eyrún. Hún segir að það ríki eining meðal sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum um að best sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg, svokallaða B-leið, enda sé hún hagkvæmust, og skilaboðin til ráðherra eru að hægt verði að hefjast handa um leið og vegagerðinni um Kjálkafjörð lýkur eftir tvö ár. „Ég hef sagt það, og mun segja það áfram, að mér finnst illa farið með almannafé ef það á að fara með okkur rúmlega þriggja og hálfs milljarða dýrari leið, þegar hægt er að fara B-leiðina, - að hún allavega fari inn í umhverfismatið. En við líka gerum skýra kröfu um það að skipulagsmálin verði leyst fyrir haustið 2015, þannig að það verði hægt að bjóða út um leið og þessari framkvæmd lýkur sem við stöndum við hér í dag."Leið B um Teigsskóg er sú sem sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum vilja að fari í nýtt umhverfismat.En heimamenn vilja ekki bara að kaflarnir tveir á Vestfjarðavegi verði kláraðir. Íbúasamtök og helstu fyrirtæki á svæðinu sendu ríkisstjórn á dögunum áskorun um að mikilvægustu tengivegir verði líka byggðir upp og malbikaðir; af Dynjandisheiði um sunnanverðan Arnarfjörð, Ketildali og út í Selárdal og um sunnanverðan Patreksfjörð, Örlygshöfn og alla leið að Látrabjargi. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefur fallist á að funda með Vestfirðingum um hvort Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg, og að snúið verði við synjun Ögmundar Jónassonar. Þá hafa íbúasamtök og fyrirtæki á sunnanverðum Vestfjörðum sent ríkisstjórninni ákall um betri vegi. Skilaboð Vestfirðinga á frægum fundi á Patreksfirði fyrir tveimur árum til Ögmundar Jónassonar, þáverandi ráðherra vegamála, voru skýr. Þeir strunsuðu út af fundinum og börðu búsáhöld til að mótmæla því að ekki mætti leggja láglendisveg um Teigsskóg. En nú er kominn nýr innanríkisráðherra yfir vegamálin, Hanna Birna Kristjánsdóttir. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðar, segir að Hanna Birna hafi þegið fundarboð Fjórðungssambands Vestfirðinga á Patreksfjörð 21. júní. „Við bara hlökkum til að fá hana og setja hana inn í þessi mál og treystum því að hún vinni með okkur góð verk," segir Eyrún. Hún segir að það ríki eining meðal sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum um að best sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg, svokallaða B-leið, enda sé hún hagkvæmust, og skilaboðin til ráðherra eru að hægt verði að hefjast handa um leið og vegagerðinni um Kjálkafjörð lýkur eftir tvö ár. „Ég hef sagt það, og mun segja það áfram, að mér finnst illa farið með almannafé ef það á að fara með okkur rúmlega þriggja og hálfs milljarða dýrari leið, þegar hægt er að fara B-leiðina, - að hún allavega fari inn í umhverfismatið. En við líka gerum skýra kröfu um það að skipulagsmálin verði leyst fyrir haustið 2015, þannig að það verði hægt að bjóða út um leið og þessari framkvæmd lýkur sem við stöndum við hér í dag."Leið B um Teigsskóg er sú sem sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum vilja að fari í nýtt umhverfismat.En heimamenn vilja ekki bara að kaflarnir tveir á Vestfjarðavegi verði kláraðir. Íbúasamtök og helstu fyrirtæki á svæðinu sendu ríkisstjórn á dögunum áskorun um að mikilvægustu tengivegir verði líka byggðir upp og malbikaðir; af Dynjandisheiði um sunnanverðan Arnarfjörð, Ketildali og út í Selárdal og um sunnanverðan Patreksfjörð, Örlygshöfn og alla leið að Látrabjargi.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira