Hanna Birna til fundar við Vestfirðinga um vegamál Kristján Már Unnarsson skrifar 17. júní 2013 21:14 Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefur fallist á að funda með Vestfirðingum um hvort Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg, og að snúið verði við synjun Ögmundar Jónassonar. Þá hafa íbúasamtök og fyrirtæki á sunnanverðum Vestfjörðum sent ríkisstjórninni ákall um betri vegi. Skilaboð Vestfirðinga á frægum fundi á Patreksfirði fyrir tveimur árum til Ögmundar Jónassonar, þáverandi ráðherra vegamála, voru skýr. Þeir strunsuðu út af fundinum og börðu búsáhöld til að mótmæla því að ekki mætti leggja láglendisveg um Teigsskóg. En nú er kominn nýr innanríkisráðherra yfir vegamálin, Hanna Birna Kristjánsdóttir. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðar, segir að Hanna Birna hafi þegið fundarboð Fjórðungssambands Vestfirðinga á Patreksfjörð 21. júní. „Við bara hlökkum til að fá hana og setja hana inn í þessi mál og treystum því að hún vinni með okkur góð verk," segir Eyrún. Hún segir að það ríki eining meðal sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum um að best sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg, svokallaða B-leið, enda sé hún hagkvæmust, og skilaboðin til ráðherra eru að hægt verði að hefjast handa um leið og vegagerðinni um Kjálkafjörð lýkur eftir tvö ár. „Ég hef sagt það, og mun segja það áfram, að mér finnst illa farið með almannafé ef það á að fara með okkur rúmlega þriggja og hálfs milljarða dýrari leið, þegar hægt er að fara B-leiðina, - að hún allavega fari inn í umhverfismatið. En við líka gerum skýra kröfu um það að skipulagsmálin verði leyst fyrir haustið 2015, þannig að það verði hægt að bjóða út um leið og þessari framkvæmd lýkur sem við stöndum við hér í dag."Leið B um Teigsskóg er sú sem sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum vilja að fari í nýtt umhverfismat.En heimamenn vilja ekki bara að kaflarnir tveir á Vestfjarðavegi verði kláraðir. Íbúasamtök og helstu fyrirtæki á svæðinu sendu ríkisstjórn á dögunum áskorun um að mikilvægustu tengivegir verði líka byggðir upp og malbikaðir; af Dynjandisheiði um sunnanverðan Arnarfjörð, Ketildali og út í Selárdal og um sunnanverðan Patreksfjörð, Örlygshöfn og alla leið að Látrabjargi. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefur fallist á að funda með Vestfirðingum um hvort Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg, og að snúið verði við synjun Ögmundar Jónassonar. Þá hafa íbúasamtök og fyrirtæki á sunnanverðum Vestfjörðum sent ríkisstjórninni ákall um betri vegi. Skilaboð Vestfirðinga á frægum fundi á Patreksfirði fyrir tveimur árum til Ögmundar Jónassonar, þáverandi ráðherra vegamála, voru skýr. Þeir strunsuðu út af fundinum og börðu búsáhöld til að mótmæla því að ekki mætti leggja láglendisveg um Teigsskóg. En nú er kominn nýr innanríkisráðherra yfir vegamálin, Hanna Birna Kristjánsdóttir. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðar, segir að Hanna Birna hafi þegið fundarboð Fjórðungssambands Vestfirðinga á Patreksfjörð 21. júní. „Við bara hlökkum til að fá hana og setja hana inn í þessi mál og treystum því að hún vinni með okkur góð verk," segir Eyrún. Hún segir að það ríki eining meðal sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum um að best sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg, svokallaða B-leið, enda sé hún hagkvæmust, og skilaboðin til ráðherra eru að hægt verði að hefjast handa um leið og vegagerðinni um Kjálkafjörð lýkur eftir tvö ár. „Ég hef sagt það, og mun segja það áfram, að mér finnst illa farið með almannafé ef það á að fara með okkur rúmlega þriggja og hálfs milljarða dýrari leið, þegar hægt er að fara B-leiðina, - að hún allavega fari inn í umhverfismatið. En við líka gerum skýra kröfu um það að skipulagsmálin verði leyst fyrir haustið 2015, þannig að það verði hægt að bjóða út um leið og þessari framkvæmd lýkur sem við stöndum við hér í dag."Leið B um Teigsskóg er sú sem sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum vilja að fari í nýtt umhverfismat.En heimamenn vilja ekki bara að kaflarnir tveir á Vestfjarðavegi verði kláraðir. Íbúasamtök og helstu fyrirtæki á svæðinu sendu ríkisstjórn á dögunum áskorun um að mikilvægustu tengivegir verði líka byggðir upp og malbikaðir; af Dynjandisheiði um sunnanverðan Arnarfjörð, Ketildali og út í Selárdal og um sunnanverðan Patreksfjörð, Örlygshöfn og alla leið að Látrabjargi.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira