Hanna Birna til fundar við Vestfirðinga um vegamál Kristján Már Unnarsson skrifar 17. júní 2013 21:14 Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefur fallist á að funda með Vestfirðingum um hvort Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg, og að snúið verði við synjun Ögmundar Jónassonar. Þá hafa íbúasamtök og fyrirtæki á sunnanverðum Vestfjörðum sent ríkisstjórninni ákall um betri vegi. Skilaboð Vestfirðinga á frægum fundi á Patreksfirði fyrir tveimur árum til Ögmundar Jónassonar, þáverandi ráðherra vegamála, voru skýr. Þeir strunsuðu út af fundinum og börðu búsáhöld til að mótmæla því að ekki mætti leggja láglendisveg um Teigsskóg. En nú er kominn nýr innanríkisráðherra yfir vegamálin, Hanna Birna Kristjánsdóttir. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðar, segir að Hanna Birna hafi þegið fundarboð Fjórðungssambands Vestfirðinga á Patreksfjörð 21. júní. „Við bara hlökkum til að fá hana og setja hana inn í þessi mál og treystum því að hún vinni með okkur góð verk," segir Eyrún. Hún segir að það ríki eining meðal sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum um að best sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg, svokallaða B-leið, enda sé hún hagkvæmust, og skilaboðin til ráðherra eru að hægt verði að hefjast handa um leið og vegagerðinni um Kjálkafjörð lýkur eftir tvö ár. „Ég hef sagt það, og mun segja það áfram, að mér finnst illa farið með almannafé ef það á að fara með okkur rúmlega þriggja og hálfs milljarða dýrari leið, þegar hægt er að fara B-leiðina, - að hún allavega fari inn í umhverfismatið. En við líka gerum skýra kröfu um það að skipulagsmálin verði leyst fyrir haustið 2015, þannig að það verði hægt að bjóða út um leið og þessari framkvæmd lýkur sem við stöndum við hér í dag."Leið B um Teigsskóg er sú sem sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum vilja að fari í nýtt umhverfismat.En heimamenn vilja ekki bara að kaflarnir tveir á Vestfjarðavegi verði kláraðir. Íbúasamtök og helstu fyrirtæki á svæðinu sendu ríkisstjórn á dögunum áskorun um að mikilvægustu tengivegir verði líka byggðir upp og malbikaðir; af Dynjandisheiði um sunnanverðan Arnarfjörð, Ketildali og út í Selárdal og um sunnanverðan Patreksfjörð, Örlygshöfn og alla leið að Látrabjargi. Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefur fallist á að funda með Vestfirðingum um hvort Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg, og að snúið verði við synjun Ögmundar Jónassonar. Þá hafa íbúasamtök og fyrirtæki á sunnanverðum Vestfjörðum sent ríkisstjórninni ákall um betri vegi. Skilaboð Vestfirðinga á frægum fundi á Patreksfirði fyrir tveimur árum til Ögmundar Jónassonar, þáverandi ráðherra vegamála, voru skýr. Þeir strunsuðu út af fundinum og börðu búsáhöld til að mótmæla því að ekki mætti leggja láglendisveg um Teigsskóg. En nú er kominn nýr innanríkisráðherra yfir vegamálin, Hanna Birna Kristjánsdóttir. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðar, segir að Hanna Birna hafi þegið fundarboð Fjórðungssambands Vestfirðinga á Patreksfjörð 21. júní. „Við bara hlökkum til að fá hana og setja hana inn í þessi mál og treystum því að hún vinni með okkur góð verk," segir Eyrún. Hún segir að það ríki eining meðal sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum um að best sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg, svokallaða B-leið, enda sé hún hagkvæmust, og skilaboðin til ráðherra eru að hægt verði að hefjast handa um leið og vegagerðinni um Kjálkafjörð lýkur eftir tvö ár. „Ég hef sagt það, og mun segja það áfram, að mér finnst illa farið með almannafé ef það á að fara með okkur rúmlega þriggja og hálfs milljarða dýrari leið, þegar hægt er að fara B-leiðina, - að hún allavega fari inn í umhverfismatið. En við líka gerum skýra kröfu um það að skipulagsmálin verði leyst fyrir haustið 2015, þannig að það verði hægt að bjóða út um leið og þessari framkvæmd lýkur sem við stöndum við hér í dag."Leið B um Teigsskóg er sú sem sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum vilja að fari í nýtt umhverfismat.En heimamenn vilja ekki bara að kaflarnir tveir á Vestfjarðavegi verði kláraðir. Íbúasamtök og helstu fyrirtæki á svæðinu sendu ríkisstjórn á dögunum áskorun um að mikilvægustu tengivegir verði líka byggðir upp og malbikaðir; af Dynjandisheiði um sunnanverðan Arnarfjörð, Ketildali og út í Selárdal og um sunnanverðan Patreksfjörð, Örlygshöfn og alla leið að Látrabjargi.
Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira