Erlent

Leita úrræða vegna mögulegs áreksturs smástirnis við jörðina

Evrópska geimvísindastofnunin hefur hafið vinnu við að rannsaka úrræði við mögulegum árekstri smástirnis við jörðina. Frá og með fyrsta febrúar næstkomandi munu aðilar úr vísindasamfélaginu geta sent inn hugmyndir sínar um hvernig hægt sé að bjarga mannkyninu frá glötun.

Verkefnið hefur hlotið nafni AIDA (e. Asteroid Impact and Deflection Assessment) og er unnið í samstarfi við yfirvöld í Bandaríkjunum. Vísindamenn og verkfræðingar á vegum evrópsku geimvísindastofnuninnar vonast til að senda tvö geimför í átt að smástirninu Didymos árið 2020. Annað geimfarið mun skella á yfirborði smástirnisins á meðan hitt aflar upplýsingum um áreksturinn.

Vísindamenn eru hvattir til að skila inn hugmyndum sínum um verkefnið. Fyrst og fremst er leitað eftir hugmyndum sem lúta að tilraunum og farmi geimfaranna.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×