Grikkinn Giorgos Katidis, leikmaður AEK Aþenu, komst heldur betur í heimsfréttirnar um helgina þegar hann skoraði sigurmark AEK gegn Veria í 2-1 sigri liðsins en leikmaðurinn fagnaði markinu á virkilega ósmekklegan hátt eða sem virtist vera með nasistakveðju.
Leikmaðurinn var á sínum tíma fyrirliðið U-19 landsliðs Grikkja en gríska knattspyrnusambandið hefur nú dæmt leikmanninn í ævilangt bann frá landsliðum Grikklands.
Atvikið telst vera gríðarlega alvarlegt og sambandið mun ekki líða svona framkomu. Katidis tjáði sig á Twitter síðu sinni eftir leikinn og vildi meina að hann hefði verið að benda á félaga sinn upp í stúku.
„Ég er ekki fasisti og hefði aldrei gert þetta ef ég hefði vitað hvað þetta þýddi," sagði leikmaðurinn á Twitter síðu sinni.
Ævilangt bann fyrir nasistakveðju
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Barcelona Spánarmeistari
Fótbolti


Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR
Íslenski boltinn






Bikarævintýri Fram heldur áfram
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
