Margrét Lára Viðarsdóttir átti frábæra innkomu þegar Kristianstad vann 4-1 útisigur á Vittsjö í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag. Margrét Lára kom inn á sem varamaður í hálfleik og skoraði tvö mörk.
Josefine Öqvist kom Kristianstad í 1-0 strax á 4. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Margrét Lára kom þá inn fyrir Susanne Moberg og var búin að kom Kristianstad í 2-0 eftir aðeins sjö mínútur. Josefine Öqvist skoraði síðan þriðja markið áður en Jane Ross minnkaði muninn fyrir Vittsjö úr vítaspyrnu.
Margrét Lára skoraði síðan annað mark sitt á annarri mínútu í uppbótartíma og innsiglaði þar með 4-1 sigur. Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenska landsliðið en Margrét Lára er að koma til baka eftir að hafa farið í aðgerð í vetur.
Sif Atladóttir er fyrirliði Kristianstad-liðsins og spilaði allan leikinn eins og Guðný Björk Óðinsdóttir. Elísabet Gunnarsdóttir er síðan þjálfari Kristianstad.
Margrét Lára kom af bekknum og skoraði tvö mörk
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn






Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk
Íslenski boltinn
