Sakar lögreglu um að hafa boðið kókaín fyrir vændi Jakob Bjarnar skrifar 18. nóvember 2013 12:27 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Samkvæmt bókhaldi eyddu lögreglumenn 800 þúsund krónum á VIP Club, í leynilegum aðgerðum sínum. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður eigenda VIP Club við Austurstræti, ætlar að kæra lögreglu vegna aðgerða gegn staðnum. Vilhjálmur segir starfsfólk þar fullyrða að gestir staðarins, sem síðar hefur komið á daginn að voru lögreglumenn, hafi borið fé á starfsmenn og boðið eiturlyf, nánar tiltekið kókaín, í staðinn fyrir vændi.Eyddu 800 þúsundum í kampavín Lögreglan hefur rannsakað starfsemi VIP Club í Austurstræti frá því í sumar. Lögregla synjaði staðnum um rekstrarleyfi en 14. nóvember var lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu gert, af hálfu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, að veita staðnum rekstrarleyfi. VIP opnaði aftur á föstudag en þá fór tuttugu manna lögregluteymi og lokaði staðnum, á forsendum rökstudds gruns um að þar færi fram vændisstarfsemi. Það hyggst Vilhjálmur meðal annars kæra. Hann segir starfsfólk alfarið hafna því að atburðir séu með þeim hætti sem lögreglan lýsir og Vísir hefur greint frá og byggir þar á lögregluskýrslu sem miðillinn hefur undir höndum. „Það var ítrekað af öllum starfsmönnum að þarna væri ekki hægt að kaupa vændi. Ég tel að lögreglan hafi sannað með þessari tálbeituaðgerð í september að það er og fer engin vændissala fram á þessu veitingahúsi. Þeir senda þarna fimm lögreglumenn á staðinn sem eyða þarna átta hundruð þúsundum í kampavín og samverustund með starfsfólki,“ segir Vilhjálmur. Þetta er samkvæmt bókhaldi staðarins: „Engum þeirra tekst að kaupa vændi. Jafnframt hefur starfsfólk lýst því yfir að þessi viðskiptamenn, þessir lögreglumenn sem þarna voru á ferð, hafi verið að bera fé á starfsfólkið og eiturlyf í því skyni að fá viðkomandi starfsmann til að stunda vændi. Það er einfaldlega grafalvarlegt mál.“Kókaín í skiptum fyrir vændiEiturlyf? Hvernig þá? „Starfsfólkið fullyrðir að viðkomandi viðskiptavinir, sem nú hefur komið í ljós að eru lögreglumenn, hafi boðið kókaín í skiptum fyrir vændi. Ásamt fjármunum.“Hvernig munt þú bregðast við þessu? „Ég tel þessa tálbeituaðgerð lögreglu ólögmæta. Hún stenst ekki stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Heldur ekki ákvæði sakamálalaga. Þá felur aðgerðin í sér brot á reglum innanríkisráðherra frá 2011 um sérstakar rannsóknaraðferðir lögreglu. Það er alveg klárt að með þessari aðgerð var verið að reyna að hvetja til lögbrota, sem enginn hafði áhuga á að fremja, sem er algerlega óheimilt samkvæmt þessum reglum um tálbeitur.“ Á eftir mun Vilhjálmur senda inn kæru á ríkissaksóknara þar sem þessi tálbeituaðgerð verður kærð. „Sem og húsbrot lögreglunnar inn á veitingahúsið síðastliðinn föstudag. Jafnframt verður brot lögreglu á þagnarskyldu með því að leka þessum fölsku ásökunum til fjölmiðla. Þær verða jafnframt kærðar.“ (Umrædd kæra er meðfylgjandi.) Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður eigenda VIP Club við Austurstræti, ætlar að kæra lögreglu vegna aðgerða gegn staðnum. Vilhjálmur segir starfsfólk þar fullyrða að gestir staðarins, sem síðar hefur komið á daginn að voru lögreglumenn, hafi borið fé á starfsmenn og boðið eiturlyf, nánar tiltekið kókaín, í staðinn fyrir vændi.Eyddu 800 þúsundum í kampavín Lögreglan hefur rannsakað starfsemi VIP Club í Austurstræti frá því í sumar. Lögregla synjaði staðnum um rekstrarleyfi en 14. nóvember var lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu gert, af hálfu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, að veita staðnum rekstrarleyfi. VIP opnaði aftur á föstudag en þá fór tuttugu manna lögregluteymi og lokaði staðnum, á forsendum rökstudds gruns um að þar færi fram vændisstarfsemi. Það hyggst Vilhjálmur meðal annars kæra. Hann segir starfsfólk alfarið hafna því að atburðir séu með þeim hætti sem lögreglan lýsir og Vísir hefur greint frá og byggir þar á lögregluskýrslu sem miðillinn hefur undir höndum. „Það var ítrekað af öllum starfsmönnum að þarna væri ekki hægt að kaupa vændi. Ég tel að lögreglan hafi sannað með þessari tálbeituaðgerð í september að það er og fer engin vændissala fram á þessu veitingahúsi. Þeir senda þarna fimm lögreglumenn á staðinn sem eyða þarna átta hundruð þúsundum í kampavín og samverustund með starfsfólki,“ segir Vilhjálmur. Þetta er samkvæmt bókhaldi staðarins: „Engum þeirra tekst að kaupa vændi. Jafnframt hefur starfsfólk lýst því yfir að þessi viðskiptamenn, þessir lögreglumenn sem þarna voru á ferð, hafi verið að bera fé á starfsfólkið og eiturlyf í því skyni að fá viðkomandi starfsmann til að stunda vændi. Það er einfaldlega grafalvarlegt mál.“Kókaín í skiptum fyrir vændiEiturlyf? Hvernig þá? „Starfsfólkið fullyrðir að viðkomandi viðskiptavinir, sem nú hefur komið í ljós að eru lögreglumenn, hafi boðið kókaín í skiptum fyrir vændi. Ásamt fjármunum.“Hvernig munt þú bregðast við þessu? „Ég tel þessa tálbeituaðgerð lögreglu ólögmæta. Hún stenst ekki stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Heldur ekki ákvæði sakamálalaga. Þá felur aðgerðin í sér brot á reglum innanríkisráðherra frá 2011 um sérstakar rannsóknaraðferðir lögreglu. Það er alveg klárt að með þessari aðgerð var verið að reyna að hvetja til lögbrota, sem enginn hafði áhuga á að fremja, sem er algerlega óheimilt samkvæmt þessum reglum um tálbeitur.“ Á eftir mun Vilhjálmur senda inn kæru á ríkissaksóknara þar sem þessi tálbeituaðgerð verður kærð. „Sem og húsbrot lögreglunnar inn á veitingahúsið síðastliðinn föstudag. Jafnframt verður brot lögreglu á þagnarskyldu með því að leka þessum fölsku ásökunum til fjölmiðla. Þær verða jafnframt kærðar.“ (Umrædd kæra er meðfylgjandi.)
Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira