Lögreglan hefur rannsakað starfsemi VIP Club í Austurstræti frá því í sumar. Staðurinn hefur verið rekinn með rekstrarleyfi til bráðabirgða síðan í júní, en það rann út annan nóvember síðastliðinn. Leyfið fékkst ekki endurnýjað.
Eigendur VIP Club kærðu synjun lögreglunnar til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem felldi úrskurð í málinu fimmtudaginn fjórtánda nóvember. Þar er lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu gert að gefa út bráðabyrgðaleyfi þar til niðurstaða um rekstarleyfi liggi fyrir. Lögreglan synjaði VIP um rekstarleyfi strax daginn eftir.
Í úrskurðinum segir lögreglustjóri að grunur um ólögmæta starfsemi á staðnum sé á rökum reistur. Það sé mat lögreglu eftir að hafa fylgst með starfseminni að gert sé út á nekt starfsmanna eða einstaklinga sem eru á staðnum á vegum þeirra sem standa að rekstri staðarins.
VIP opnaði aftur á föstudag en þá fór tuttugu manna lögregluteymi og lokaði staðnum. Enginn var þó handtekinn vegna málsins. Lögfræðingur eiganda staðarins telur aðgerður lögreglu ólögmætar.
VIP synjað um rekstrarleyfi og lokað samdægurs
Tengdar fréttir

Eyddu mörg hundruð þúsund krónum á kampavínsklúbbi
Lögreglan sendi óeinkennisklædda menn til að rannsaka starfsemi kampavínsklúbbsins VIP í september. Þar eyddu þeir mörg hundruð þúsund krónum.