Endaði á spítala eftir píptest Boði Logason skrifar 2. apríl 2013 10:12 Liðsmenn knattspyrnuliðs þreyta hér prófið. Myndin er úr safni. „Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. Hann var í viðtali í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Krakkar í grunnskóla eru látnir taka þetta próf í leikfimi nokkrum sinnum á önn. Það gengur út á að hlaupa 20 metra innan ákveðins tíma. Eftir því sem líður á prófið fá krakkarnir styttri tíma til að hlaupa vegalengdina. Krakkarnir hlaupa þar til þeir geta ekki meir, og fá hærri einkunn því lengur sem þeir hlaupa. Dóttir Stefáns fór í slíkt próf á dögunum, rétt eins og allir aðrir nemendur í flestum grunnskólum landsins. „Dóttir mín er keppnismanneskja og keyrði sig algjörlega út. Hún var ein eftir af stelpunum, sem hvöttu hana áfram. Síðan fékk hún góða einkunn, sem mér finnst ekki skipta neinu máli, en endaði upp á spítala. Þegar það er hringt í okkur frá hjúkrunarfræðingi skólans og við beðin um að sækja hana, þá var hún ólík sjálfri sér. Gat ekki talað, var með sjóntruflanir, gríðarlegan höfuðverk og leið mjög illa. Við náðum engu sambandi við hana, það var ekkert annað hjá okkur að gera en að keyra upp á Borgarspítala með hana," segir Stefán. Þar var hún allan daginn í rannsóknum, en fékk að fara heim klukkan 22 um kvöldið. „Niðurstaðan var sú að þetta píptest, þessi mikla áreynsla, hefði framkallað í henni undirliggjandi hugsanlegt mígreni," segir Stefán. „Ég mun gera allt til að koma þessu út úr námskrá. Læknar og hjúkrunarfræðingar sögðu við okkur: Já er þetta eitt píptest. Þetta er þekkt dæmi. Einn af þessum sérfræðingum, sagði við okkur: Það er líka hinn vinkillinn á þessu, það eru þeir sem eru ekki fit. Krakkar sem eru ekki í neinni þjálfun, fara í þetta próf og þau kannski komast eina eða tvær ferðir, þá er komið ákveðin ástæða til eineltis því við vitum hvernig krakkar eru," segir hann. Stefán segist einnig hafa rætt við íþróttafræðing og hefur eftir honum: „Það er fráleitt að nota þetta próf til einkunnargjafar. Um er að ræða hámarkspróf, til að mæla hámarkssúrefnisupptöku eða finna út svokallaða þoltölu hvers og eins. Prófið er því einstaklingsmiðað og allur samburður er fráleiddur. Enginn ætti að fara í hámarkspróf fyrr en eftir góða þjálfun, það þarf líka góða upphitun og andlegan undirbúning," hefur Stefán eftir íþróttafræðing.Viðtalið við Stefán má hlusta á í meðfylgjandi hljóðbroti. Tengdar fréttir Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla "Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. 2. apríl 2013 18:40 "Kvíðaeinkenni geta komið fram í hvaða prófi sem er" "Ég held að yfirhöfuð sé ekkert frekar verið að ofnota píptest frekar en önnur próf. Ég veit dæmi þess að sumir sofi nær ekkert nóttina fyrir próf og eru með þvílíkan kvíða. Ég held að oftar en ekki geri einstaklingar sjálfir of miklar kröfur til sín," segir Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, formaður Íþróttakennarafélags Íslands. 2. apríl 2013 19:13 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
„Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. Hann var í viðtali í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Krakkar í grunnskóla eru látnir taka þetta próf í leikfimi nokkrum sinnum á önn. Það gengur út á að hlaupa 20 metra innan ákveðins tíma. Eftir því sem líður á prófið fá krakkarnir styttri tíma til að hlaupa vegalengdina. Krakkarnir hlaupa þar til þeir geta ekki meir, og fá hærri einkunn því lengur sem þeir hlaupa. Dóttir Stefáns fór í slíkt próf á dögunum, rétt eins og allir aðrir nemendur í flestum grunnskólum landsins. „Dóttir mín er keppnismanneskja og keyrði sig algjörlega út. Hún var ein eftir af stelpunum, sem hvöttu hana áfram. Síðan fékk hún góða einkunn, sem mér finnst ekki skipta neinu máli, en endaði upp á spítala. Þegar það er hringt í okkur frá hjúkrunarfræðingi skólans og við beðin um að sækja hana, þá var hún ólík sjálfri sér. Gat ekki talað, var með sjóntruflanir, gríðarlegan höfuðverk og leið mjög illa. Við náðum engu sambandi við hana, það var ekkert annað hjá okkur að gera en að keyra upp á Borgarspítala með hana," segir Stefán. Þar var hún allan daginn í rannsóknum, en fékk að fara heim klukkan 22 um kvöldið. „Niðurstaðan var sú að þetta píptest, þessi mikla áreynsla, hefði framkallað í henni undirliggjandi hugsanlegt mígreni," segir Stefán. „Ég mun gera allt til að koma þessu út úr námskrá. Læknar og hjúkrunarfræðingar sögðu við okkur: Já er þetta eitt píptest. Þetta er þekkt dæmi. Einn af þessum sérfræðingum, sagði við okkur: Það er líka hinn vinkillinn á þessu, það eru þeir sem eru ekki fit. Krakkar sem eru ekki í neinni þjálfun, fara í þetta próf og þau kannski komast eina eða tvær ferðir, þá er komið ákveðin ástæða til eineltis því við vitum hvernig krakkar eru," segir hann. Stefán segist einnig hafa rætt við íþróttafræðing og hefur eftir honum: „Það er fráleitt að nota þetta próf til einkunnargjafar. Um er að ræða hámarkspróf, til að mæla hámarkssúrefnisupptöku eða finna út svokallaða þoltölu hvers og eins. Prófið er því einstaklingsmiðað og allur samburður er fráleiddur. Enginn ætti að fara í hámarkspróf fyrr en eftir góða þjálfun, það þarf líka góða upphitun og andlegan undirbúning," hefur Stefán eftir íþróttafræðing.Viðtalið við Stefán má hlusta á í meðfylgjandi hljóðbroti.
Tengdar fréttir Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla "Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. 2. apríl 2013 18:40 "Kvíðaeinkenni geta komið fram í hvaða prófi sem er" "Ég held að yfirhöfuð sé ekkert frekar verið að ofnota píptest frekar en önnur próf. Ég veit dæmi þess að sumir sofi nær ekkert nóttina fyrir próf og eru með þvílíkan kvíða. Ég held að oftar en ekki geri einstaklingar sjálfir of miklar kröfur til sín," segir Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, formaður Íþróttakennarafélags Íslands. 2. apríl 2013 19:13 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla "Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. 2. apríl 2013 18:40
"Kvíðaeinkenni geta komið fram í hvaða prófi sem er" "Ég held að yfirhöfuð sé ekkert frekar verið að ofnota píptest frekar en önnur próf. Ég veit dæmi þess að sumir sofi nær ekkert nóttina fyrir próf og eru með þvílíkan kvíða. Ég held að oftar en ekki geri einstaklingar sjálfir of miklar kröfur til sín," segir Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, formaður Íþróttakennarafélags Íslands. 2. apríl 2013 19:13