Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla Hrund Þórsdóttir skrifar 2. apríl 2013 18:40 „Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. Píptest gengur út á að hlaupa vissa vegalengd endurtekið innan tímamarka og markmiðið er að hlaupa sem lengst. Foreldrar Rakelar Stefánsdóttur þurftu að fara með hana á spítala í kjölfar slíks prófs. „Hún getur varla talað, það er allt komið úr fókus, sjónin hjá henni, hún er með gríðarlegan flökurleika, höfuðkvalir og allt annað. Ég hélt að barnið væri komið með heilablóðfall," segir Stefán Hákonarson. Um slæmt mígreniskast vegna ofreynslu var að ræða og kveðst Stefán hafa eftir læknunum að tilfelli Rakelar sé ekki einstakt. Hann segir prófið gott fyrir íþróttafólk en er mótfallinn því að börn séu tekin úr skólastofum, jafnvel án undirbúnings, og sett í slík þolpróf. „Ég mun ekkert hætta fyrr en þetta verður tekið út úr grunnskólalögunum því við bíðum bara eftir að það verði stórslys." Stefán telur prófin jafnvel geta ýtt undir einelti, þar sem börn standi sig mjög misvel í þeim. Rakel segir suma óttast píptestin. „Alla vega margir sem ég þekki finnst þetta ekkert rosalega skemmtilegt. Af hverju? Ég veit það ekki, kvíða soldið fyrir og svona." Janus Guðlaugsson, íþróttafræðingur, hefur áhyggjur af slöku þreki hjá íslenskum ungmennum en segir meira aðkallandi að mæla hve mikið þau hreyfi sig en að mæla heilsufarsstuðla. „Það þarf að fara mjög varlega í hámarkspróf, sérstaklega þegar börn og unglingar eiga í hlut. Ástæðan er kannski sérstaklega sú að börn og unglingar hafa ekki þróað með sér eins sterka forvörn eða viðbrögð við þreytu eins og fullorðnir, þannig að það getur verið hætta á ferðum," segir Janus. „Við eigum ekki að reka á eftir börnum sem eru orðin þreytt." Tengdar fréttir Endaði á spítala eftir píptest "Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. 2. apríl 2013 10:12 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
„Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. Píptest gengur út á að hlaupa vissa vegalengd endurtekið innan tímamarka og markmiðið er að hlaupa sem lengst. Foreldrar Rakelar Stefánsdóttur þurftu að fara með hana á spítala í kjölfar slíks prófs. „Hún getur varla talað, það er allt komið úr fókus, sjónin hjá henni, hún er með gríðarlegan flökurleika, höfuðkvalir og allt annað. Ég hélt að barnið væri komið með heilablóðfall," segir Stefán Hákonarson. Um slæmt mígreniskast vegna ofreynslu var að ræða og kveðst Stefán hafa eftir læknunum að tilfelli Rakelar sé ekki einstakt. Hann segir prófið gott fyrir íþróttafólk en er mótfallinn því að börn séu tekin úr skólastofum, jafnvel án undirbúnings, og sett í slík þolpróf. „Ég mun ekkert hætta fyrr en þetta verður tekið út úr grunnskólalögunum því við bíðum bara eftir að það verði stórslys." Stefán telur prófin jafnvel geta ýtt undir einelti, þar sem börn standi sig mjög misvel í þeim. Rakel segir suma óttast píptestin. „Alla vega margir sem ég þekki finnst þetta ekkert rosalega skemmtilegt. Af hverju? Ég veit það ekki, kvíða soldið fyrir og svona." Janus Guðlaugsson, íþróttafræðingur, hefur áhyggjur af slöku þreki hjá íslenskum ungmennum en segir meira aðkallandi að mæla hve mikið þau hreyfi sig en að mæla heilsufarsstuðla. „Það þarf að fara mjög varlega í hámarkspróf, sérstaklega þegar börn og unglingar eiga í hlut. Ástæðan er kannski sérstaklega sú að börn og unglingar hafa ekki þróað með sér eins sterka forvörn eða viðbrögð við þreytu eins og fullorðnir, þannig að það getur verið hætta á ferðum," segir Janus. „Við eigum ekki að reka á eftir börnum sem eru orðin þreytt."
Tengdar fréttir Endaði á spítala eftir píptest "Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. 2. apríl 2013 10:12 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Endaði á spítala eftir píptest "Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. 2. apríl 2013 10:12