Theodór Elmar Bjarnason, Elfar Freyr Helgason, Arnór Smárason, Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Jóhannsson spila með liðum sínum í bikarúrslitum í Danmörku og Hollandi í dag.
Randers mætir Esbjerg í bikarúrslitum í Danmörku klukkan 13. Elmar og Elfar Freyr spila með Randers en Arnór Smárason er lykilmaður í sóknarlínu Esbjerg.
Í Hollandi verður fróðlegt að sjá hvort þjálfari AZ Alkmaar treysti á krafta íslensku landsliðsmannanna Arons og Jóhanns Berg. Aron hefur skorað þrjú mörk fyrir AZ þrátt fyrir að hafa aðeins spilað 109 mínútur fyrir liðið.
AZ mætir PSV Eindhoven í bikarúrslitaleiknum en leikurinn hefst klukkan 16.
Íslendingar í bikarúrslitum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

KR lætur þjálfarateymið fjúka
Íslenski boltinn


Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda
Íslenski boltinn

„Bara pæling sem kom frá Caulker“
Fótbolti




„Vorum búnir að vera miklu betri“
Fótbolti

