Erlent

Barist á götum úti í Taílandi

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Hinir ofbeldisfullu bardagar í gær voru þeir fyrstu í um tvær vikur.
Hinir ofbeldisfullu bardagar í gær voru þeir fyrstu í um tvær vikur. Mynd/AP
Kjörnefnd í Taílandi hefur hvatt ríkisstjórn landsins til að fresta kosningum vegna götubardaga sem háðir hafa verið milli öryggishersins og mótmælenda.

Bardagarnir leiddu til dauða eins lögregluþjóns og um 100 slösuðust í gær.

Mótmælendur telja ríkisstjórnina spillta og ólögmæta og vilja fresta kosningunum til að tryggja lýðræðisumbætur.

Forsætisráðherrann, Yingluck Shinawatra vill að kosningarnar verði haldnar eins og ráðgert er, þann 2. febrúar, þar sem hún telur að hún muni hljóta sigur af hólmi.

Kjörnefndin hefur biðlað til ríkisstjórnarinnar að fresta kosningunum vegna öryggis- og friðarástæðna.

Samkvæmt stjónarskrá Taílands verður að halda kosningar 45 til 60 dögum frá því að þing er rofið og telur ríkisstjórnin sér því ekki stætt á því að fresta kosningunum.

Mótmælin hófust seint í október en hinir ofbeldisfullu bardagar í gær voru þeir fyrstu í um tvær vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×