Erlent

Þingmaður deildi klámi á Twitter

Rob Wilson.
Rob Wilson.
Rob Wilson, þingmaður breska íhaldsflokksins, deildi vefsíðuslóð af klámsíðu á Twitter-síðu sinni í gær. Ætlaði hann að deila viðtali breska ríkisútvarpsins við samflokksmann sinn en eitthvað virðist hann hafa ruglast í ríminu.

Fjölmargir fylgjendur hans á síðunni bentu honum á þetta og var færslunni eytt fljótlega. Baðst þingmaðurinn afsökunar og sagði að tæknin hafi verið að stríða honum.

Ekki er talið að eftirmálar verði af þessu atviki af hálfu ríkisstjórnarinnar.

Síðan sem Wilson deildi.
Notendur Twitter voru fljótir að átta sig á mistökum þingmannsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×