Erlent

Stjórnvöld í Sádi Arabíu ætla að lama mann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bresk stjórnvöld hvetja Sádí-Araba til þess að lama ekki mann sem dæmdur var fyrir að ráðast á annan mann með hnífi þannig að hinn síðarnefndi lamaðist. Árásarmaðurinn var dæmdur fyrir árásina af dómstólum í Sádí Arabíu og urðu viðurlögin sem fyrr sagði. Talsmaður utanríkisþjónustunnar í Bretlandi segir að bresk stjórnvöld hafi gríðarlegar áhyggjur af málinu.

Árásarmaðurinn, sá sem verður lamaður samkvæmt dómnum, er 24 ára gamall. Samkvæmt dómnum á hann að greiða þolanda árásarinnar 250 þúsund pund, ellegar verði hann lamaður . Hann var fjórtán ára þegar að hann framdi brot sitt og hefur verið í fangelsi í tíu ár.

Amnesty International hefur fordæmt dóminn.

BBC greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×