Fótbolti

Stjórn Cercle samþykkir að selja Eið Smára

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Samkvæmt belgískum fjölmiðlum mun stjórn Cercle Brugge samþykkt að hlusta á tilboð í Eið Smára Guðjohnsen.

Samkvæmt fjölmiðlum ytra þýðir þetta að Eiður Smári færist nær erkifjendunum í Club Brugge en í morgun var greint frá því að Cercle hefði hafnað 50 milljóna króna tilboði í kappann.

Arnar Grétarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge, er þó enn sagður áhugasamur um að fá Eið Smára í raðir félagsins.

Eiður Smári er með klásúlu í sínum samningi sem gerir honum kleift að fara frítt til félaga utan Belgíu þann 31. janúar næstkomandi, á lokadegi félagskiptagluggans.

Stjórn félagsins virðist vera reiðubúin að selja kappann nú fremur en að missa hann frítt í lok mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×