Fótbolti

Strákarnir mæta lærisveinum Capello

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Ísland og Rússland munu eigast við í vináttulandsleik á Spáni þann 6. febrúar næstkomandi. Það var tilkynnt á vef KSÍ í dag.

Leikurinn fer fram í Marbella á Spáni en Rússar eiga eitt besta landslið heims um þessar mundir. Liðið situr í níunda sæti styrkleikalista FIFA og þjálfari þess er Ítalinn Fabio Capello.

Rússar eru með fullt hús stiga að loknum fyrstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2014 og hafa ekki fengið á sig mark til þessa í keppninni.

Ísland hefur unnið eina af viðureignum þjóðanna í gegnum tíðina en Rússar þrjár. Einu sinni varð niðurstaðan jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×