Erlent

Tilfinningaþrungin ræða náins vinar Mandela

Ahmed Kathadra, sem sat inni í fangelsi á Robben Island frá 1964 til 1989, hélt tilfinningaþrungna ræðu um Mandela í útförinni.

Kathadra, sem táráðist nokkrum sinnum í ræðunni, rifjaði upp síðasta skiptið sem hann sá vin sinn á spítalanum.

„Ég fann fyrir yfirþyrmandi sorg, tilfinningum og stolti,“ sagði Kathadra.

„Hann hélt fast um höndna á mér. Það hafði djúpstæð áhrif á mig, tilfinningalega.“

Hann rifjaði einnig upp fyrsta skiptið sem hann hitti Mandela á Robben Island fyrir 67 árum síðan.

„Ég man eftir hávaxna, heilsuhrausta og sterka manninum,“ sagði hann.

Sjón er sögu ríkari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×