Fótbolti

Mutu skorar á Zlatan: Ég mun skora meira en þú á þessu tímabili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adrian Mutu ætlar sér stóra hluti með Ajaccio.
Adrian Mutu ætlar sér stóra hluti með Ajaccio. Mynd/AFP
Rúmeninn Adrian Mutu ætlar í markakeppni við Svíann Zlatan Ibrahimovic í frönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili ef marka má viðtal við hann. Báðir eru þeir nýkomnir í franska boltann.

Zlatan Ibrahimovic var keyptur til risanna í Paris St-Germain frá AC Milan á dögunum en Adrian Mutu samdi við smáliðið Ajaccio.

„Ég ætla að senda Zlatan Ibrahimovic áskorun. Ég lofa því að ég skora fleiri mörk en hann á þessu tímabili," sagði hinn 33 ára gamli Adrian Mutu.

Adrian Mutu skoraði 8 mörk í 28 leikjum með Cesena á Ítalíu á síðustu leiktíð en Zlatan var á sama tíma með 28 mörk í 32 leikjum með AC Milan.

Zlatan Ibrahimovic, sem hefur misst af tveimur síðustu leikjum vegna meiðsla, skoraði tvö mörk í fyrsta deildarleiknum sínum með PSG en Adrian Mutu mun spila sinn fyrsta leik um helgina þegar Ajaccio tekur á móti Évian í 4. umferð frönsku deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×