Fótbolti

Enginn Aron og AGF tapaði í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Anton
Danska úrvalsdeildarfélagið AGF tapaði í kvöld óvænt fyrir B-deildarliði Lyngby í bikarnum en markahrókurinn Aron Jóhannsson gat ekki spilað með AGF í kvöld vegna meiðsla.

Aron er tognaður í nára og verður frá næstu vikuna að minnsta kosti. Hann er markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar með tólf mörk í þrettán leikjum.

Lyngby fagnaði 3-2 sigri í kvöld en þess má geta að AGF hefur ekki tapað deildarleik síðan í ágústmánði síðastliðnum.

AGF er í fjórða sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði FCK en þessi tvö lið mætast um helgina. AGF getur með sigri galopnað titilbaráttuna í dönsku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×