Fótbolti

Malmö hafði betur í fyrri leiknum

Sara Björk í leik með íslenska landsliðinu.
Sara Björk í leik með íslenska landsliðinu.
Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir spiluðu báðar allan leikinn þegar að Malmö hafði betur gegn Verona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Þetta var fyrri leikur liðanna og fór hann fram í Malmö. Anja Mittag skoraði eina mark leiksins strax á annarri mínútu en liðin mætast næst á Ítalíu í næstu viku.

Þess má geta að rússneska liðið Zorkiy, sem sló Stjörnuna úr leik í 32-liða úrslitum, tapaði fyrri leiknum gegn Evrópumeisturum Lyon á heimvelli með níu mörkum gegn engu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×